65 milljónir til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 12:30 Íslendingar eru hvattir til að vera duglegir að ferðast um Suðurland í sumar en á svæðinu eru margar af helstu náttúruperlum landsins eins og Gullfoss þar sem þessi mynd er tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira