65 milljónir til ferðaþjónustunnar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 12:30 Íslendingar eru hvattir til að vera duglegir að ferðast um Suðurland í sumar en á svæðinu eru margar af helstu náttúruperlum landsins eins og Gullfoss þar sem þessi mynd er tekin. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur samþykkt að veita ferðaþjónustufyrirtækjum á Suðurlandi 65 milljónir króna í verkefnastyrki vegna hruns í greininni. Starfsmaður samtakanna hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar. Sóknarfæri ferðaþjónustunnar er áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa aðal tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu. „Þetta er í rauninni þrískipt aðgerðaráætlun, þar að segja, við erum að styðja við markaðssókn landshlutans í heild sinni. Í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands þá erum við að fara af stað með kynningaherferð þar sem við erum að leggja áherslu á að Íslendingar heimsæki Suðurland í sumar. Við erum að fara af stað með sjóð, sem er núna í gangi þar sem við ætlum að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki með beinum verkefnastyrkjum þannig að þau fái smá eldsneyti til að vinna í eigin markaðssókn, eða annarri vöruþróun eða fjárhagslegri endurskipulagningu í þeim tilvikum þar, sem það á við um,“ segir Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri Þróunarsviðs Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Einkasafn.Þórður segir að alls verða 65 milljónir í pottinum, sem ferðaþjónustufyrirtækin geta sótt um. Það sé þó ekki stór upphæð í stóra samhenginu miðað við vandamálið og aðgerðir ríkisins en þetta sé þó viðleitni sveitarfélaganna til að aðstoða ferðaþjónustuna á Suðurlandi. Hver verkefnastyrkur er að upphæð 500.000 krónur. Þá verða önnur úrræði í boði eins og aðgengi að sértækri fræðslu og sérfræðiþjónustu á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um þær 65 milljónir, sem eru í boði hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er til klukkan 16:00 þriðjudaginn 12. maí næstkomandi.Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.Þórður hvetur Íslendinga til að ferðast um Suðurland í sumar, nú sé upplagt tækifæri að skoða allt það áhugaverða, sem svæðið býður upp á. „Það er eina vonin, sem fyrirtæki hafa, það er í augnablikinu að Íslendingar verði duglegir að ferðast innanlands í sumar og nýti núna alla þá uppbyggingu og innviði sem hafa orðið til á undanförnum misserum, þannig að það ætti að vera mjög spennandi fyrir Íslendinga að njóta þess núna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira