Mönnun á leikskólum borgarinnar vonbrigði í ljósi ástandsins á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 21:00 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. EGILL AÐALSTEINSSON Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira