10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 13:30 Berglind Gunnarsdóttir í sjónvarpsviðtalinu á dögunum. Skjámynd/S2 Sport „Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum. Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum.
Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira