Mótherjar Víkings lausir við veiruna og náðu nokkrum æfingum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Víkingar leika í Slóveníu á morgun gegn sterku liði Olimpija Ljubljana. VÍSIR/BÁRA Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Andstæðingar Víkings R. í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gátu ekki æft saman í tvær vikur vegna sóttkvíar. Víkingar flugu til Slóveníu í dag og mæta þar Olimpija á morgun. Leikmenn Olimpija voru allir settir í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá þremur þeirra. Í ljósi þess að leikurinn mikilvægi við Víkinga var handan við hornið reyndu forráðamenn Olimpija að þrýsta á stjórnvöld og færa fyrir því rök að það væri í lagi að þeir kæmu saman til æfinga, en þess í stað hafa leikmenn æft heima, hver í sínu lagi, síðustu tvær vikur. Sóttkvíinni lauk um helgina og æfingar Olimpija hófust að nýju á sunnudag. Leikmannahópurinn var svo allur smitprófaður í gær og reyndist ekkert sýni jákvætt. „Þetta hafa verið mjög erfiðar tvær vikur hjá okkur án alvöru æfinga. Við fáum örfáa daga til að undirbúa okkur eins vel og við getum fyrir Evrópuleikinn. Þrátt fyrir þessar aðstæður sem við erum í þá gerum við allt sem við getum til að nýta tímann og undirbúa okkur fyrir leikinn við Víkinga,“ sagði Dino Skender þjálfari Olimpija, sem kveðst búinn að rýna vel í leikstíl Víkings. Fyrir #eurovikes dugir ekkert minna en 6 sæti á mann #fotboltinet @vikingurfc pic.twitter.com/eBKaw6zYsV— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2020 Leikmenn Víkings ferðuðust í einkaflugi til Slóveníu í dag, eftir að hafa farið í smitpróf heima á Íslandi, en leikur bikarmeistaranna við Olimpija er kl. 16.30 á morgun að íslenskum tíma. Víkingar þurfa svo að fara í vinnusóttkví við komuna aftur til Íslands og munu ekki spila aftur fyrr en að loknu landsleikjahléi, eftir hálfan mánuð.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Íslensku liðin í Evrópukeppni spila ekki í Pepsi Max um næstu helgi KSÍ hefur frestað leikjum Víkinga og Breiðabliks um næstu helgi og um leið frestast leikur FH-inga í sömu umferð Pepsi Max deildarinnar. 25. ágúst 2020 09:30
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. 17. ágúst 2020 14:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28