Hetjudáðir Jamal Murray héldu lífi í Denver og Paul George vaknaði til lífsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray var frábær á móti Utah Jazz í nótt og hélt lífi í tímabilinu hjá Denver Nuggets. AP/Mike Ehrmann Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020 NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti