Hetjudáðir Jamal Murray héldu lífi í Denver og Paul George vaknaði til lífsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Jamal Murray var frábær á móti Utah Jazz í nótt og hélt lífi í tímabilinu hjá Denver Nuggets. AP/Mike Ehrmann Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Frábær frammistaða Jamal Murray kom öðru fremur í veg fyrir að Utah Jazz kæmist áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Los Angeles Clippers er aftur komið yfir í einvígi sínu eftir stórsigur á Dallas Mavericks. Paul George komst loksins í gang og það var ekki sökum að spyrja því Los Angeles Clippers liðið rúllaði yfir Dallas Mavericks. Clippers liðið vann leikinn 154-111 og er komið í 3-2 í einvíginu. Paul George skoraði 35 stig í leiknum en hann var aðeins með 29 prósent skotnýtingu í einvígi í fyrstu fjórum leikjunum. „Ég var á dimmum stað og var í raun fjarverandi. Síðustu leikir voru mjög erfiðir,“ sagði Paul George en hann átti erfitt með að venjast bubblunni í Disney garðinum. @Yg_Trece (35 PTS) and Kawhi Leonard (32 PTS) combine for 67 to put the @LAClippers up 3-2 vs. DAL!Game 6 Thurs. (8/27) at 9 PM ET on ESPN pic.twitter.com/hhtIVDenH2— NBA (@NBA) August 26, 2020 „Ég kom í dag með það hugarfar að þetta væri Staples Center og að við værum að spila á heimavelli. Ég plataði hugann og talaði sjálfan mig til. Við bjuggum til okkar eigin orku og ákváðum að stjórna þessum leik,“ sagði Paul George. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og Montrezl Harrell var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Clippers liðið. Luka Doncic kom niður á jörðina eftir stórleikinn í leik fjögur og hitti aðeins úr 6 af 17 skotum. Doncic endaði með 22 stig en Dallas var áfram án Kristaps Porzingis. Það voru mikil læti í leiknun. Rick Carlisle, þjálfari Dallas var rekinn út úr húsi og það voru dæmdar sex tæknivillur og ein óíþróttamannsleg villa. Luka Doncic sagði að Marcus Morris gæti hafa stigið viljandi á veika ökklann hans í þriðja leikhlutanum. „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic. Back-to-back 40-PT games for @BeMore27!Jamal Murray's 42 PTS (33 in 2nd half) propel the @nuggets to Game 6, Thurs. (8/27) at 4pm/et on ESPN.#Drop40 #NBAPlayoffs #WholeNewGame pic.twitter.com/hkA08xgZxR— NBA (@NBA) August 26, 2020 Jamal Murray átti stórkostlegan seinni hálfleik þegar Denver Nuggets vann 117-107 sigur á Utah Jazz og minnkaði muninn í 3-2. Utah Jazz hafði komist áfram með sigri og var um tíma með fimmtán stiga forskot. Jamal Murray skoraði 33 af 42 stigum sínum í leiknum í seinni hálfleik þar sem hann fór aldrei af velli. Murray hitti úr 17 af 26 skotum sínum þar af 14 af 18 í seinni hálfleik. Hann var líka með átta stoðsendingar. Utah Jazz var 63-54 yfir í hálfleik og staðan var síðan jöfn 101-101 þegar Jamal Murray gerði endanlega út um leikinn með því að skora níu stig í röð. „Þegar hann er í þessum ham þá erum við annaðhvort að vinna leikina okkar eða nálægt því. Við þurfum á þessu að halda frá honum,“ sagði Nikola Jokic. Hann var frábær framan af leik með 21 stigi í fyrsta leikhluta en endaði með 31 stig „Við höfum allir vilja til að vinna. Það heldur okkur gangandi og það getur komið þér langt,“ sagði Jamal Murray. Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah Jazz og er með 37,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Jordan Clarkson var með 17 stig og Joe Ingles skoraði 13 stig. The updated #NBAPlayoffs picture after Tuesday's action! #WholeNewGame pic.twitter.com/gOGiZ6Hfne— NBA (@NBA) August 26, 2020 3 GAME 5s!#NBAPlayoffs action continues Wednesday with games on NBA TV and TNT, starting at 4 PM ET. #WholeNewGame pic.twitter.com/u5oNBxXdGZ— NBA (@NBA) August 26, 2020
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum