Með Euromarket-málið á borði sínu og skilur lítið í fullyrðingum Þórðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 09:00 Málið er nú til meðferðar hjá embætti héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Málið kom á borð héraðssaksóknara um mánaðamótin apríl og maí á þessu ári til framhaldsmeðferðar. Karlmaður sem var tengdur við Euromarket-málið svokallaða sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi aðgerðir lögreglu lykta af klaufalegum vinnubrögðum og rasisma. Euromarket málið hefur íslenska lögreglan haft til rannsóknar frá árinu 2016 og er það sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni þann 18. desember 2017 var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða allt að 80 kíló af amfetamíni úr. Þórður Magnússon segir að engin fíkniefni hafi fundist og ekkert sem tengdist fíkniefnaframleiðslu eða -neyslu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að Þórður hefði verið tengdur við stórfellda fíkniefnaframleiðslu í Euromarket-málinu. Það er ekki rétt. Hann var yfirheyrður vegna gruns um peningaþvætti. Hins vegar er stórfelld fíkniefnaframleiðsla hluti af því sem lögregla hefur rannsakað í tengslum við málið. Þórður er beðinn afsökunar á þessu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segist í samtali við fréttastofu ekkert kannast við þetta. „Ég veit bara ekki nákvæmlega hvað hann er að tala um þarna. Hvers er vísað til, en auðvitað var þetta samstarfsverkefni og eins og ég segi er búið að gefa út ákæru í Póllandi. Málið er enn til meðferðar hér.“ Björn Þorvaldsson hefur verið með mörg af stærstu málum héraðssaksóknara á sinni könnu undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga hér á landi hafa verið til rannsóknar í Póllandi Á blaðamannafundinum var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi. Farið hafði verið í húsleitir á 30 stöðum við rannsókn lögreglunnar hér á landi, lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, sem talið var allt að 200 milljóna króna virði. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf. sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af glæpahringnum sem lögregla hafði til rannsóknar. Að sögn Björns hafa tveir þeirra sem sagðir eru aðalsakborningar hér á landi verið til rannsóknar í Póllandi. „Það var ákæra gefin út í Póllandi á hendur þeim sem er til meðferðar þar fyrir dómstólum.“ Hversu margir liggi undir grun segist hann ekki viss um. „Ég er ekki með töluna en þeir eru allnokkrir,“ segir Björn. Segir yfirlýsingar lögreglu í meginatriðum rangar Þórður Magnússon, sem segist hafa verið dreginn inn í Euromarket málið, segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu og rasisma. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við þá miklu sýningu sem yfirvöld hafi sett upp á fyrrnefndum blaðamannafundi. Hann segir upphaf málsins vera það að við fíkniefnafund lögreglunnar í Póllandi hafi sakborningur þar gefið upp ein 200 nöfn meintra samstarfsmanna og þar á meðal hafi verið tveir Pólverjar búsettir á Íslandi. Annar þeirra hafi reynst vera náfrændi eiginkonu Þórðar en hann hefur verið kvæntur pólskri konu í um tvo áratugi. „Hans líf er búið, hans líf er ónýtt“ Frændi eiginkonu Þórðar rak Euromarket verslanirnar. „[Lögreglan] fer í bókhaldið og skoða ársskýrslur og annað slíkt og sjá þar að þessar búðir eru að ganga nokkuð vel. Þá fer lögreglan í framhaldi af því í massívar handtökur, menn búnir að horfa of mikið af bandarískum bíómyndum að mínu mati, það er farið með ekki minna en sérsveitina, fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín,“ sagði Þórður í Íslandi í dag. Hann segir ungan strák sem var verslunarstjóri í einni Euromarket verslananna og var handtekinn og settur í gæsluvarðhald aldrei hafa jafnað sig á atvikinu. Enginn hafi talað við hann í rúm tvö ár en hann hafi ekki farið út úr húsi síðan þetta átti sér stað rétt fyrir jól 2017. „Hans líf er búið, hans líf er ónýtt. Brotin egg, þú púslar þeim ekki saman aftur. Þau eru bara brotin.“ Telur lögreglu hafa farið rækilega fram úr sér Þórður segist hafa verið dreginn inn í málið eftir að lögregla komst að því að hann hefði lánað Arek, frænda konu hans, peninga. Umræddur Arek hafði, eftir að Þórður lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi fyrir mörgum árum, komið til konu hans og boðist til að lána henni allt sitt lausafé til að aðstoða fjölskylduna á erfiðum tíma. Þórður segir þetta hafa verið mesta vinagreiða sem honum hafi nokkurn tímann verið sýndur og því hafi hann nokkrum árum síðar með glöðu geði boðist til að lána Arek fé þegar hann leitaði að fjármagni til þess að stofna bílaleigu. Þórður segir að gefið hafi verið út skuldabréf, allt talið fram á skattframtölum og að hann hafi fengið lánið greitt til baka á næstu fjórum árum á eftir. Umrædd bílaleiga var síðar seld að sögn Þórðar og hafði hann ekki frekari tengsl við viðskiptasögu þessa manns. Þórður telur ljóst að lögregluyfirvöld hafi rækilega farið fram úr sér í þessu máli sem hann telur að hafi minnkað verulega að umfangi síðan lögreglan kynnti málið fyrst með mikilli viðhöfn á alþjóðlegum blaðamannafundi. Peningaþvætti í Euro Market Ísland í dag Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Tekin verður ákvörðun á næstu tveimur mánuðum um hvort ákæra verði gefin út í Euromarket málinu svokallaða að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Málið kom á borð héraðssaksóknara um mánaðamótin apríl og maí á þessu ári til framhaldsmeðferðar. Karlmaður sem var tengdur við Euromarket-málið svokallaða sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi aðgerðir lögreglu lykta af klaufalegum vinnubrögðum og rasisma. Euromarket málið hefur íslenska lögreglan haft til rannsóknar frá árinu 2016 og er það sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygði anga sína hingað til lands, Póllands og Hollands. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni þann 18. desember 2017 var greint frá því að yfirvöld hér á landi hefðu meðal annars lagt hald á MDMA duft og amfetamínbasa sem hægt væri að framleiða allt að 80 kíló af amfetamíni úr. Þórður Magnússon segir að engin fíkniefni hafi fundist og ekkert sem tengdist fíkniefnaframleiðslu eða -neyslu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að Þórður hefði verið tengdur við stórfellda fíkniefnaframleiðslu í Euromarket-málinu. Það er ekki rétt. Hann var yfirheyrður vegna gruns um peningaþvætti. Hins vegar er stórfelld fíkniefnaframleiðsla hluti af því sem lögregla hefur rannsakað í tengslum við málið. Þórður er beðinn afsökunar á þessu. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segist í samtali við fréttastofu ekkert kannast við þetta. „Ég veit bara ekki nákvæmlega hvað hann er að tala um þarna. Hvers er vísað til, en auðvitað var þetta samstarfsverkefni og eins og ég segi er búið að gefa út ákæru í Póllandi. Málið er enn til meðferðar hér.“ Björn Þorvaldsson hefur verið með mörg af stærstu málum héraðssaksóknara á sinni könnu undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga hér á landi hafa verið til rannsóknar í Póllandi Á blaðamannafundinum var greint frá rannsókn lögreglu og tollayfirvalda á því sem átti að vera umfangsmikil alþjóðleg glæpastarfsemi. Farið hafði verið í húsleitir á 30 stöðum við rannsókn lögreglunnar hér á landi, lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum, sem talið var allt að 200 milljóna króna virði. Málið fékk snemma heitið Euromarket málið en verslunarfyrirtækið Market ehf. sem rekur pólskar smávöruverslanir hér á landi lá þá undir grun um að vera hluti af glæpahringnum sem lögregla hafði til rannsóknar. Að sögn Björns hafa tveir þeirra sem sagðir eru aðalsakborningar hér á landi verið til rannsóknar í Póllandi. „Það var ákæra gefin út í Póllandi á hendur þeim sem er til meðferðar þar fyrir dómstólum.“ Hversu margir liggi undir grun segist hann ekki viss um. „Ég er ekki með töluna en þeir eru allnokkrir,“ segir Björn. Segir yfirlýsingar lögreglu í meginatriðum rangar Þórður Magnússon, sem segist hafa verið dreginn inn í Euromarket málið, segir málið allt með miklum ólíkindum og lykta af klaufalegum vinnubrögðum lögreglu og rasisma. Þórður hefur haft réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur um árabil verið í margskonar fyrirtækjarekstri og rekur meðal annars fyrirtækið Djúpaklett sem sérhæfir sig í löndun og fiskumsýslu á Grundarfirði. Þórður hefur lýst yfir fullkomnu sakleysi í málinu og fullyrðir að komið hafi á daginn að yfirlýsingar lögreglu hafi í megin atriðum verið rangar og málið í raun hvorki verið fugl né fiskur miðað við þá miklu sýningu sem yfirvöld hafi sett upp á fyrrnefndum blaðamannafundi. Hann segir upphaf málsins vera það að við fíkniefnafund lögreglunnar í Póllandi hafi sakborningur þar gefið upp ein 200 nöfn meintra samstarfsmanna og þar á meðal hafi verið tveir Pólverjar búsettir á Íslandi. Annar þeirra hafi reynst vera náfrændi eiginkonu Þórðar en hann hefur verið kvæntur pólskri konu í um tvo áratugi. „Hans líf er búið, hans líf er ónýtt“ Frændi eiginkonu Þórðar rak Euromarket verslanirnar. „[Lögreglan] fer í bókhaldið og skoða ársskýrslur og annað slíkt og sjá þar að þessar búðir eru að ganga nokkuð vel. Þá fer lögreglan í framhaldi af því í massívar handtökur, menn búnir að horfa of mikið af bandarískum bíómyndum að mínu mati, það er farið með ekki minna en sérsveitina, fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín,“ sagði Þórður í Íslandi í dag. Hann segir ungan strák sem var verslunarstjóri í einni Euromarket verslananna og var handtekinn og settur í gæsluvarðhald aldrei hafa jafnað sig á atvikinu. Enginn hafi talað við hann í rúm tvö ár en hann hafi ekki farið út úr húsi síðan þetta átti sér stað rétt fyrir jól 2017. „Hans líf er búið, hans líf er ónýtt. Brotin egg, þú púslar þeim ekki saman aftur. Þau eru bara brotin.“ Telur lögreglu hafa farið rækilega fram úr sér Þórður segist hafa verið dreginn inn í málið eftir að lögregla komst að því að hann hefði lánað Arek, frænda konu hans, peninga. Umræddur Arek hafði, eftir að Þórður lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi fyrir mörgum árum, komið til konu hans og boðist til að lána henni allt sitt lausafé til að aðstoða fjölskylduna á erfiðum tíma. Þórður segir þetta hafa verið mesta vinagreiða sem honum hafi nokkurn tímann verið sýndur og því hafi hann nokkrum árum síðar með glöðu geði boðist til að lána Arek fé þegar hann leitaði að fjármagni til þess að stofna bílaleigu. Þórður segir að gefið hafi verið út skuldabréf, allt talið fram á skattframtölum og að hann hafi fengið lánið greitt til baka á næstu fjórum árum á eftir. Umrædd bílaleiga var síðar seld að sögn Þórðar og hafði hann ekki frekari tengsl við viðskiptasögu þessa manns. Þórður telur ljóst að lögregluyfirvöld hafi rækilega farið fram úr sér í þessu máli sem hann telur að hafi minnkað verulega að umfangi síðan lögreglan kynnti málið fyrst með mikilli viðhöfn á alþjóðlegum blaðamannafundi.
Peningaþvætti í Euro Market Ísland í dag Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Vill að lögregla viðurkenni mistök í Euromarket-málinu „Þarna var fólk rifið upp um miðja nótt og handjárnað á gólfinu fyrir framan börnin sín“ segir Þórður Magnússon sem dreginn var inn í Euromarket málið svokallaða sem lögregla hefur haft til rannsóknar og er sagt snúa að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi. 24. ágúst 2020 21:24