Líður illa með að hafa ekki „heillegan söguþráð“ vegna smitsins á Hlíf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59