Myndböndin frá Kastalabrekku hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 19:45 Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér: Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér:
Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira