Myndböndin frá Kastalabrekku hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 19:45 Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér: Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér:
Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira