Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 18:43 Álftamýrarskóli þar sem skólastarf frestast vegna kórónuveirusmits. Vísir Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59
Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40
Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11