Lakers vann naumlega | Thunder hélt einvíginu á lífi | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 09:30 LeBron sá til þess að Lakers landaði sigri í nótt. Ashley Landis/Getty Images Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Líkt og undanfarna daga voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Los Angeles Lakers vann Portland Trail Blazers með átta stiga mun, 116-108. Milwaukee Bucks vann Orlando Magic með 14 stiga mun, 121-107. Miami Heat vann Indiana Pacrs með níu stiga mun, 124-115. Og að lokum vann Oklahoma City Thunder 12 stiga sigur á Houston Rockets, 119-107, eftir framlengdan leik. LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers áttu í stökustu vandræðum með Portland Trail Blazers í nótt. Lakers byrjaði leikinn inna og var vítanýting liðsins alveg skelfileg. Liðið nýtti rétt yfir helming vítaskota sinna í fyrri hálflek en Portland brutu mikið í leiknum. Á endanum nýtti Lakers 28 af 43 vítaskotum á meðan Portland nýtti 18 af 19. Portland var fjórum stigum í hálfleik, 57-53, en leikmenn Lakers stigu upp í síðari hálfleik og segja má að þeir hafi lagt grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta. Lokatölur 116-108 en ljóst að Damian Lillard ætlar að sjá til þess að leikmenn Lakers þurfa að vera á tánum út allt einvígið. Staðan í einvíginu er 2-1 Lakers í vil. LeBron fór fyrir sínum mönnum en á þeim 34 mínútum sem hann spilaði þá skoraði hann 38 stig ásamt því að taka 12 fráköst og gefa átta stoðesendinga. Anthony Davis var með 29 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Lillard var svo með 34 stig í liði Portland. Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks kláruðu leik næturinnar í fyrri hálfleik. Liðið var átta stigum eftir fyrsta leikhluta en munurinn var kominn upp í 27 stig er flautað var til loka fyrri hálfleiks, staðan 70-43. Þeir slökuðu eðlilega aðeins á klónni í síðari hálfleik og Orlandi tókst að minnka muninn töluvert. Á endanum unnu Bucks öruggan 14 stiga sigur, 121-107. Staðan þar með orðin 2-1 fyrir Bucks í einvíginu en þeir töpuðu óvænt fyrsta leik seríunnar. Giannis var stigahæstur hjá sínum mönnum með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Hjá Orlando var D.J. Augustin stigahæstur með 24 stig. Oklahoma City Thunder hélt lífi í einvígi sínu gegn Houston Rockets með sigri eftir framlengdan leik. Leikurinn var jafn og spennandi og tókst OKC að knýja fram framlengingu með því að vinna fjórða leikhluta. Í framlengingunni var Oklahoma-liðið síðan mikið mun sterkara en það vann framlenginguna 15-3 og leikinn þar með með 12 stiga mun, lokatölur 119-107. Staðan því 2-1 í einvíginu, Houston í vil. Dannis Schröder gerði 29 stig í liði OKC og þá steig Chris Paul upp á ögurstundu og gerði 26 stig. Hjá Houston var James Harden með 38 stig en Russell Westbrook var ekki með liðinu í nótt. Að lokum er Miami Heat komið 3-0 yfir í einvígi sínu gegn Indiana Pacers. Frábær fyrri hálfleikur sá til þess að liðið landaði sigri í nótt, 124-115. Jimmy Butler gerði 27 stig í liði Heat en alls voru fjórir leikmenn með 20 stig eða meira. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon með 34 stig ásamt því að gefa 14 stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli