Eiður Smári: Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 22. ágúst 2020 17:30 Eiður Smári Guðjohnsen er þjálfari FH. vísir/skjáskot FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.” Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
FH vann frábæran 4-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. „Við vorum á köflum góðir. Góðu kaflarnir voru nóg hjá okkur til að vinna góðan sigur,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um leik sinna manna í dag. FH voru mjög þéttir varnarlega í leiknum en HK stundum að halda boltanum meira en þeir leyfðu engin dauðafæri úr opnum leik. „Við náðum að loka ágætlega. Það var kannski korter í síðari hálfleik þar sem ég hefði viljað sjá okkur stíga aðeins upp og vera aðeins framar á vellinum. En í 90 mínútna leik lendir þú alltaf í því að mótherjinn mun færa sig upp völlinn. Eins og þú sagðir þá gáfum við ekkert frá okkur. Það var kannski aðallega í föstum leikatriðum þar sem við vorum ekki alveg nógu öruggir. Sérstaklega í fyrri hálfleik. En 4-0 á heimavelli þá er ekki yfir miklu að kvarta.” Boltinn tvisvar í fyrri hálfleik eftir hornspyrnur frá HK alveg í gegnum pakkann og það var hálf ótrúlegt að HK hafi í hvorugt skiptið verið nálægt því að skora. „Helst vill maður það þegar maður er á hliðarlínunni að einhver hreinsi þetta langt og hátt í burtu. Sem betur fór boltinn bara í gegnum allan pakkann. En þetta er klárlega eitthvað sem við töluðum um í hálfleik og þurfum að skoða aðeins betur.” FH gerðu í seinni hálfleik tvöfalda skiptingu og settu Kristján Gauta Emilsson og Atla Guðnason inná. Þeir lögðu báðir upp mark og sýndu hvað þeir búa yfir miklum gæðum. „Þeir voru mjög sterkir. Það er mikið ánægjuefni að fá Gauta inn aftur. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi frá fótbolta og sýndi strax bara hversu öflugur hann getur verið. Þið þurfið ekki mig til að segja hvað Atli Guðna hefur gert hérna á Íslandi og hvað þá fyrir þetta félag. Hann sýnir bara gæðin sem hann hefur ennþá.” Steven Lennon var stórkostlegur í dag. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. „Það er alltaf gott að hafa Steven Lennon. Hann þarf ekki að skora mörk til að það sé gott að hafa hann. Þetta er bara leikmaður sem hagar sér eins og atvinnumaður alla daga. Hvort sem það er á æfingu, í leikjum, eða inni í klefa. Hann ætti að vera fyrirmynd fyrir unga leikmenn sem fylgjast með íslenskum fótbolta. Hann vinnur svo sannarlega fyrir mörkunum sem hann fær og ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn.” FH á að spila mikilvægan leik í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Miðað við ástandið í heiminum í dag varð maður að spyrja sig fyrst hvort það væri ekki alveg öruggt að hann gæti verið spilaður. „Nú er ég ekki maðurinn til að svara þeirri spurningu. Eins og við vitum þá eru þetta skrítnir tímar. Við bara högum okkur samkvæmt þeim reglum sem okkur hafa verið settar. Við vonum bara alla vegna og fótboltans vegna að sá leikur verði spilaður hér. Við gefum okkur tíma hérna til að ná þessum leik úr löppunum og komum saman á morgun og síðan byrjar bara undirbúningur.” Allt bendir til þess að leikurinn verði spilaður sem er mjög gott fyrir FH en fjárhagslega er þetta örugglega mikilvægasti leikurinn á tímabilinu fyrir þá. „Það eru allir leikir mikilvægir. Við viljum náttúrulega reyna að vinna sem flesta. Þetta er sennilega sterkasta liðið sem við hefðum getað dregist á móti í þessari umferð en við verðum bara að vera tilbúnir.”
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira