Erlent

Jack Sherman gítarleikari Red Hot Chili Peppers látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jack Sherman, fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers.
Jack Sherman, fyrrverandi gítarleikari Red Hot Chili Peppers. Twitter

Jack Sherman, gítarleikari Red Hot Chili Peppers, er látinn 64 ára að aldri. Sherman spilaði með sveitinni á fyrstu plötu hennar og spilaði í fyrstu tónleikaferð sveitarinnar í Bandaríkjunum árið 1984. Þá samdi hann fjölda laga fyrir aðra plötu sveitarinnar.

Dánarorsök hans hefur ekki verið gefin út.

Sherman tók við Hillel Slovak, einum stofnenda sveitarinnar, sem gítarleikari í desember árið 1983. Slovak sneri svo aftur til sveitarinnar árið 1985 þegar Sherman yfirgaf hana.

Hann lagði þó sitt fram á nokkrum plötum sveitarinnar, The Abbey Road Ep og Mother‘s Milk, auk þess sem hann starfaði með fleiri heimsþekktum tónlistarmönnum, þar á meðal Bob Dillan og George Clinton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×