Banega við Conte: „Sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 23:00 Conte fékk gult eftir viðskipti sín við Banega. Vísir/AP Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Leikur Sevilla og Inter Milan í úrslitum Evrópudeildarinnar var stórskemmtilegur frá upphafi til enda. Fimm mörk og mikill hasar. Líkt og í undanförnum úrslitaleikjum sem Sevilla hefur komist í þá bar liðið sigur úr býtum, lokatölur 3-2. Antonio Conte – þjálfari Inter Milan – fékk gut spjald í leiknum en það verður að viðurkennast að kringumstæðurnar voru frekar skondnar. Allavega fyrir þau okkar sem erum enn með hár á höfðinu. Samkvæmt frétt Daily Mail á argentíski snillingurinn Éver Banega að hafa reynt að toga í hár Conte og sagt „sjáum hvort þetta sé hárkolla eða alvöru hár.“ „Sjáumst eftir leikinn,“ ku Conte hafa svarað um hæl og fékk gult spjald frá dómara leiksins í kjölfarið. Þegar Conte var enn að spila var hann orðinn nær sköllóttur og því ekkert launungamál að hann hefur farið í hárígræðslu eða einfaldlega skellt á sig hárkollu. Banega virðist hafa snert veikan punkt hjá Conte þarna sem vildi endilega ræða við hann eftir leik. Banega hefur ekki leiðst að landa sigri eftir að hafa strítt Conte á meðan leik stóð.Vísir/Getty Ekki hefur skap Conte batnað er Romelu Lukaku stakk hægri fætinum út og sá til þess að hjólhestaspyrna Diego Carlos endaði í netinu og tryggði Sevilla þar með sigurinn. Téður Carlos hafði ekki átt góðan leik og í raun átt stóran þátt í báðum mörkum Inter. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Lukaku skoraði úr. Fékk hann dæmd á sig víti í 8-liða úrslitum, undanúrslitum og úrslitum keppninnar. Það hlýtur einfaldlega að vera met. Þá fékk hann dæmda á sig aukaspyrnuna sem leiddi til síðara marks Inter. Sá hlær best sem síðast hlær en Carlos endaði sem hetjan í liði Sevilla. Hann og Banega eiga allavega góðar sögur eftir kvöldið.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Sevilla Evrópudeildarmeistari eftir fjörugan leik | Sjáðu sigurmarkið Spænska knattspyrnuliðið Sevilla virðist ekki geta tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Inter Milan í kvöld er liðið vann sinn fjórða úrslitaleik á sjö árum í keppninni. 21. ágúst 2020 20:55