Vilja að hætt sé við HM í handbolta Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 15:58 Ísland varð í 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í handbolta, árið 2019. vísir/epa Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning. HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning.
HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21