Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 10:45 Kristófer Oliversson Vísir „Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira