Ómögulegt að segja hvort skólum verði lokað Sylvía Hall skrifar 12. mars 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum, segir ómögulegt að segja til hvort Ísland muni grípa til sambærilegra aðgerða og nágrannaþjóðir og loka skólum. Bæði Norðmenn og Danir hafa gripið til þeirra aðgerða að takmarka skólahald til þess að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Hættumatið er stanslaust í skoðun hjá okkur. Á hverjum degi er skoðað hvað er rétt fyrir Ísland,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttatíma Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hann segir slíkar aðgerðir ekki endilega henta hér á landi þar sem aðstæður eru aðrar hér á landi. Bæði spili landfræðileg staða landsins og stærð þess inn í það mat; við séum fámennari þjóð og eigum ekki landamæri að öðrum löndum. Þó sé ekkert útilokað að svo stöddu. „Hlutirnir gerast mjög hratt í þessu og við erum alltaf að endurmeta stöðuna.“ Frá því í gærkvöldi hafa fimmtán tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið greind hér á landi. Alls eru tilfellin því 103 en meirihluti þeirra tengist ferðalögum erlendis.Tvær samhæfingamiðstöðvar starfandi Klukkan 10:26 í dag varð jarðskjálfti að stærðinni 5,2 nærri Grindavík. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst á Reykjanesskaga síðan í október 2013 og var hann á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu, sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi. Rögnvaldur segir nú þegar hafa verið gripið til ráðstafana vegna þessa. „Náttúruöflin eru áfram hérna á Íslandi eins og þau eru og við erum að fylgjast með því og taka á því eins og þörf er.“ Hann segir engar tilkynningar hafa borist um tjón vegna skjálftans en þó verði fylgst vel með. Samhæfingarstöð Almannavarna hafi hingað til verið að stýra viðbrögðum vegna kórónuveirufaraldursins en nú séu tvær samhæfingarstöðvar starfandi. „Samhæfingarstöðin er laus fyrir eldgos, jarðskjálfta eða það sem gæti komið upp,“ segir Rögnvaldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Þetta verður ekki auðvelt“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þjóðina vel í stakk búna til þess að takast á við afleiðingar kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 11:01