Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 17:28 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira