„Klárum þetta í júlí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 08:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira