Grealish vill leiða Aston Villa til sigurs á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 15:00 Grealish vonast til að lyfta titli síðar í dag. Vísir/Getty Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti