Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Edda Símonardóttir er sviðsstjóri hjá Skattinum. Vísir/Egill Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins. Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.
Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25