Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:00 Frank Lampard og Jürgen Klopp léttir á því á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. Getty/Matthew Ashton Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira