Bjóða verkfallshlé í tvo daga gegn skriflegri staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 11:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur boðist til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa, á miðvikudag og fimmtudag, gegn því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veiti skriflega staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ svokallaða. Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. Umrætt tilboð útlistaði borgarstjóri í viðtali í Kastljósi á Ríkisútvarpinu þann 19. febrúar síðastliðinn. Þar sagði hann tilboðið m.a. hljóða upp á um 110 þúsund króna grunnlaunahækkun fyrir ófaglærðan leikskólastarfsmann innan Eflingar. Sjá einnig: Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Ásakanir um gylliboð Forsvarsmenn Eflingar hafa sakað Dag um að hafa reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. Dagur hefur ítrekað hafnað ásökunum um innistæðulaus gylliboð og sagt að sjálfsögðu hafi verið um sama tilboð að ræða. Dagur gerði frekar grein fyrir tilboðinu á Facebook-síðu sinni í liðinni viku, líkt og sjá má hér að neðan: „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifaði Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Fær frest til klukkan 16 í dag Efling segir í yfirlýsingu sinni nú að heildstætt tilboð í þessa veru hafi ekki komið fram á samningafundum, „þrátt fyrir athugasemdir og óskir samninganefndar Eflingar.“ Með erindi Eflingar til borgarstjóra fylgi tillaga að skriflegu samkomulagi milli samningsaðila. „Í því er fastbundið að grunnlaun Eflingarfélaga hækki á bilinu 100-110 þúsund á samningstímanum, mest hjá lægst launuðum og minnst hjá þeim hæst launuðu. Í samkomulaginu segir að með þessu hafi sátt náðst um grunnlaunahækkanir á samningstímanum og þá sé hægt að hefja vinnu við að ná saman um önnur atriði. Samkomulagið tekur eingöngu til grunnlauna en ekki annarra atriða, svo sem álaga, sérgreiðslna og uppbóta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Verkfalli yrði frestað í tvo sólarhringa, frá því klukkan 00:01 á miðvikudag til klukkan 23:59 á fimmtudag næstkomandi. Erindi Eflingar var sent borgarstjóra klukkan 11 í morgun og er honum gefinn frestur til svars til klukkan 16 í dag, 3. mars. Síðasti samningafundur í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar var á miðvikudag í síðustu viku. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningu að tilboðið myndi staðfesta það sem borgarstjóri hefur sjálfur lagt fram í umræðunni, „það er að segja að Eflingarfélögum á lægstu launum standi til boða 20 þúsund grunnlaunahækkun umfram Lífskjarasamninginn.“ Samkomulagið sem Efling sendi ásamt erindi sínu til borgarstjóra í morgun.Skjáskot Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur boðist til að fresta verkfallsaðgerðum í tvo sólarhringa, á miðvikudag og fimmtudag, gegn því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veiti skriflega staðfestingu á „Kastljósstilboðinu“ svokallaða. Þessu greinir Efling frá í tilkynningu og kveðst hafa sent erindi þess efnis til borgarstjóra, með afriti á ríkissáttasemjara. Umrætt tilboð útlistaði borgarstjóri í viðtali í Kastljósi á Ríkisútvarpinu þann 19. febrúar síðastliðinn. Þar sagði hann tilboðið m.a. hljóða upp á um 110 þúsund króna grunnlaunahækkun fyrir ófaglærðan leikskólastarfsmann innan Eflingar. Sjá einnig: Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Ásakanir um gylliboð Forsvarsmenn Eflingar hafa sakað Dag um að hafa reifað annað tilboð í sjónvarpssal en gert er við samningaborðið. Dagur hefur ítrekað hafnað ásökunum um innistæðulaus gylliboð og sagt að sjálfsögðu hafi verið um sama tilboð að ræða. Dagur gerði frekar grein fyrir tilboðinu á Facebook-síðu sinni í liðinni viku, líkt og sjá má hér að neðan: „Tilboð borgarinnar myndi hækka meðal grunnlaun almennra starfsmanna á leikskólum úr 310 þús í 420 þús á mánuði. Ofan á þessar tölur koma álagsgreiðslur sem hafa verið greiddar á leikskólum og eiga að halda áfram og verða heildarlaun í lok samningstímans því 460 þús. á mánuði. Þetta er gott tilboð um mikla hækkun lægstu launa sem er hér með ítrekað. Fyrir ófaglærða deildastjóra á leikskóla úr röðum Eflingar myndu grunnlaun hækka í 520 þús. að meðaltali á mánuði. Með áðurnefndum álagsgreiðslum eru heildarlaun þessa hóps 572 þús á mánuði. Getur þetta verið skýrara?“ skrifaði Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Fær frest til klukkan 16 í dag Efling segir í yfirlýsingu sinni nú að heildstætt tilboð í þessa veru hafi ekki komið fram á samningafundum, „þrátt fyrir athugasemdir og óskir samninganefndar Eflingar.“ Með erindi Eflingar til borgarstjóra fylgi tillaga að skriflegu samkomulagi milli samningsaðila. „Í því er fastbundið að grunnlaun Eflingarfélaga hækki á bilinu 100-110 þúsund á samningstímanum, mest hjá lægst launuðum og minnst hjá þeim hæst launuðu. Í samkomulaginu segir að með þessu hafi sátt náðst um grunnlaunahækkanir á samningstímanum og þá sé hægt að hefja vinnu við að ná saman um önnur atriði. Samkomulagið tekur eingöngu til grunnlauna en ekki annarra atriða, svo sem álaga, sérgreiðslna og uppbóta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Verkfalli yrði frestað í tvo sólarhringa, frá því klukkan 00:01 á miðvikudag til klukkan 23:59 á fimmtudag næstkomandi. Erindi Eflingar var sent borgarstjóra klukkan 11 í morgun og er honum gefinn frestur til svars til klukkan 16 í dag, 3. mars. Síðasti samningafundur í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar var á miðvikudag í síðustu viku. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningu að tilboðið myndi staðfesta það sem borgarstjóri hefur sjálfur lagt fram í umræðunni, „það er að segja að Eflingarfélögum á lægstu launum standi til boða 20 þúsund grunnlaunahækkun umfram Lífskjarasamninginn.“ Samkomulagið sem Efling sendi ásamt erindi sínu til borgarstjóra í morgun.Skjáskot
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45 Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. 29. febrúar 2020 14:45
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49