Hver er í raun sigurvegari? Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 3. mars 2020 15:00 Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Bjarni Pétur Marel Jónasson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun