Innlent

Bein útsending: Jöfnuður og velferð á tímum loftslagsbreytinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Meðal þess sem rætt verður um á fundinum eru grænir skattar
Meðal þess sem rætt verður um á fundinum eru grænir skattar Vísir/Vilhelm

Alþýðusamband Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi um jöfnuð og velferð á tímum loftlagsbreytinga í dag. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan.

Fundurinn hefst klukkan 08.30 en á fundinum verður fjallað um velferð, jöfnuð og réttlæti í tengslum við loftslagsbreytingar og þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Meðal þess sem rætt verður um eru grænir skattar og önnur hagræn stjórntæki sem notuð eru til að stýra losun.

Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér fyrir neðan en þar fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins sem stendur yfir í um tvo tíma. 

Dagskrá

08:30 Inngangsorð - Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ

08:40 Opinber fjármál og loftslagsbreytingar - Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

08:55 Viðbrögð við loftslagsbreytingum og velsæld - Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði

09:15 Grænir skattar - Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði við Háskóla

09:40 Þátttakendur í pallborði: Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis- og auðlindamálum, Guðni Elísson prófessor í bókmenntafræði og Henný Hinz hagfræðingur.

Einnig verða sýnd stutt innslög með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra og Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor í jarðvísindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×