Viðskipti innlent

Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Vísir/Magnús Hlynur

Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu.

Gunnar er formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Guðrún er sauðfjárbóndi frá Svartárkoti í Bárðardal og hafði gegnt formennsku í eitt ár. Formennska hennar var söguleg en hún var fyrsta konan í sögu í heildarsamtökum bænda á Íslandi, allt frá því að þau fyrstu voru stofnuð undir nafninu „Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag“ árið 1837. Bændasamtök Íslands voru stofnuð í núverandi mynd árið 1995.

Því má segja að garðyrkjan hafi tekið völdin af búfénaðnum hjá bændum.


Tengdar fréttir

For­manns­slagur í Bænda­sam­tökunum

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×