Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:12 Málið var afgreitt með hraði á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Alþingi Lyf Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Lyf Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira