Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:12 Málið var afgreitt með hraði á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Alþingi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira