Bloomberg hættir og styður Biden Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:19 Michael Bloomberg kveður sviðið. Getty/Joe Raedle Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32