Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:15 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Átta af þeim 26 sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum á þessu svæði, hinir voru á Norður-Ítalíu. vísir/getty Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36