Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 07:57 Frá upplýsingafundi almannavarna. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir miðju. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45