Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 11:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum síðast vor. Getty/Harriet Lander Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september. Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september.
Enski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira