Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 09:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45