Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 11:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57