Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:26 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. Stökkbreytingin sé ekki slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Nýja kórónuveiran stökkbreyttist í tvær megintegundir, L og S, snemma í ferlinu, að því er fram kemur í nýrri kínverskri rannsókn á uppruna og útbreiðslu veirunnar. Umrædd stökkbreyting er því ekki að eiga sér stað núna heldur er aðeins um að ræða nýjar upplýsingar um veiruna á frumstigum. Svo virðist sem L-gerðin sé skæðari en S-gerðin, þó að sú síðarnefnda sé eldri. Þá var meirihluti smita þegar veiran tók fyrst að breiðast út í Wuhan af völdum L-gerðarinnar. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir í samtali við Morgunblaðið í dag að stökkbreytingin hafi átt sér stað snemma og sé óhagstæðari hýslum, þ.e. mannfólki, en veirunni sjálfri. Þá sé það líklega L-gerðin sem gangi nú í Evrópu. Kórónuveirusmit á Íslandi eru orðin hátt í þrjátíu talsins.Vísir/Vilhelm Ekkert „make or break“ í framvindunni Már segir í samtali við Vísi, inntur eftir því hvaða þýðingu þessar nýju upplýsingar hafi fyrir framhaldið, að það sé óljóst, til að mynda varðandi sýkingarmátt og klínískt mat. „Menn eru að reyna að skilja þetta [veiruna], með það að markmiði að reyna að finna veikleika í veirunni og búa til lyf og bóluefni. Ég held að það sé eiginlega staðan og svo eru þetta fræðilegar vangaveltur sem við vitum ekki hvaða þýðingu hefur út í samfélagið, ef einhverjar,“ segir Már. „Ég held það sé ekki sérstaklega gott að vera að velta sér upp úr þessu. […] Fólk hefur verið að velta fyrir sér hvort þetta þýði að það geti fengið þetta aftur og aftur en við höfum engin gögn þar að lútandi.“ Þannig hafi engin grundvallarbreyting orðið á framvindu veirunnar. „Þetta er ekkert „make or break“ í framvindunni. Þetta eru ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina,“ segir Már.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira