Innlent

Koma upp öðrum gámi fyrir utan bráða­deild í Foss­vogi

Atli Ísleifsson skrifar

Framkvæmdir standa nú yfir fyrir utan bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Er verið að koma upp öðrum gámi sem ætlaður er fyrir móttöku sjúklinga sem grunaðir eru um kórónuveirusmit.

Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum, segir að verið sé að setja upp annan gám við hlið þess gáms sem fyrir er. „Á hann að vera notaður til bráðabirgða við móttöku sjúklinga sem þarf að taka í nánara mat vegna gruns um COVID-19-smits,“ segir Jón Magnús.

Jón Magnús segir að gámurinn sem fyrir er, og tekinn var í notkun 24. febrúar síðastliðinn, hafi verið að anna straumnum hingað til. „En við grípum til varúðarráðstafana þegar við sjáum svona hraða fjölgun á tilfellum,“ segir Jón Magnús, en í hádeginu var greint frá því að staðfest smit hér á landi séu nú 34.

Hann áætlar að gámurinn verði reiðubúinn til notkunar á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Vísir/Sigurjón
Vísir/Sigurjón

Tengdar fréttir

34 smitaðir á Íslandi

Átta smit til viðbótar hafa greinst á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans það sem af er degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×