„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. mars 2020 20:00 Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Vísir/Hjalti Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Umsjónarmenn Gagnaversins eru þau Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Arnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hlaðvarpið sé fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. „Rafíþróttir hafa heldur betur farið hamförum í heiminum síðastliðin tvö til þrjú ár, greinin vex á ógnarhraða og virðist íþróttin hafa sprottið úr engu. Íþróttin á sér samt sem áður sögu alveg aftur til 1970 þar sem fyrsti opinberi keppnisleikur fór fram í Bandaríkjunum. Vöxturinn hefur samt sem áður verið hraðastur síðastliðin fimm ár og má það rekja til mikilla framfara á internetinu sem opnaði fyrir streymi á tölvuleikjaspilun. En er þetta íþrótt? Hverjir eru að spila hana og hvað er í gangi á Íslandi? Við förum yfir þessar spurningar og fleiri. Fengum við til okkar Stefán Atla, vloggara og þjálfara Fylkis í Fortnite og hana Melínu Kolku, varaformann RÍSÍ, eða Rafíþróttasamtaka Íslands.“Fyrsta þátt af hlaðvarpinu Gagnaverið má finna í spilaranum hér að neðan. Stefán Atli Rúnarsson er viðmælandi í þessum fyrsta þætti og talar þar aðeins um starf sitt sem fortnite þjálfari hjá Fylki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er svo gefandi að sjá krakkana koma út úr herbergjunum sínum og vera partur af félagsstarfi,“ segir Stefán Atli um rafíþróttaþjálfunina. „Þú ert með krakka sem eru kannski einir heima hjá sér að spila tölvuleiki og þau geta verið stolt af því að spila tölvuleiki alveg eins og krakkar sem mæta á fimleikaæfingu, karate eða fótboltaæfingu. Við erum svolítið að reyna að normalísera tölvuleiki og heilbrigða tölvuleikjaspilun.“ Krakkarnir á námskeiðunum hita upp með hreyfingu áður en þau setjast fyrir framan tölvuna. Þau eru í miklum samskiptum við hvert annað í gegnum hljóðnemana á heyrnatólunum sínum. „Málið með rafíþróttir er að það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt. Eins og með tilkomu rafíþróttasamtakanna og það sem þau eru búin að vera að gera, starfið þeirra, þetta frábæra starf sem þau eru búin að vera að gera. Að fræða almenning um mikilvægi þess að taka rafíþróttir alvarlega eins og alvöru íþrótt.“ Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Rafíþróttir Gagnaverið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira