Reykjavíkurskákmótinu aflýst vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 22:00 Frá síðasta Reykjavíkurskákmóti þar sem sjálfur Firouzja tók þátt. Fiona Steil-Antoni Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveðið að aflýsa Reykjavíkurskákmótsins sem fara átti fram í Hörpu um miðjan apríl hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjavíkurskákmótsins og á vefsíðu Skáksambandsins. Á vef Skáksambandsins segir að einnig sé búið að fresta Íslandsmóti skákfélaga sem fara átti fram síðar í þessum mánuði en ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis um að skynsamlegt væri að fresta mótunum tveimur. Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í seinni hluta maí að óbreyttu og önnur mót, þar með talin landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars. „Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni,“ segir á vef Skáksambandsins. Fjölda viðburða og samkoma verið frestað en ekkert samkomubann Fyrr í vikunni greindi Vísir frá fjörugri umræðu sem hafði skapast í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn. Þar var einmitt rætt um það hvort ekki þyrfti að fresta Íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu vegna kórónuveirunnar. Einn keppandi, Davíð Kjartansson, lýsti því yfir að hann ætlaði að minnsta kosti að halda sig heima vegna smithættu. Skákmenn snerta jú sömu hvítu og svörtu taflmennina og kórónuveiran smitast ekki hvað síst með snertingu. Það skiptir því máli að draga úr líkum á snertismiti eins og Sverrir Björn Björnsson benti á í umræðunni hjá Íslenskum skákmönnum. Þá sagði Jón Þorvaldsson að skáksambandið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt ef það kæmi upp fjöldasmit á þessum tveimur mótum sem nú hefur annars vegar verið frestað og hins vegar aflýst. Að því er segir á vef Reykjavíkurskákmótsins verður hafist handa í næstu viku við að endurgreiða þeim sem ætluðu að taka þátt þátttökugjaldið. Alls hafa nú 35 greinst með kórónuveiruna hér á landi og eru um 400 manns í sóttkví vegna hennar. Fjölda viðburða og samkoma hefur verið frestað vegna veirunnar, þótt ekkert samkomubann sé í gildi hér á landi, en á meðal þess sem hefur verið frestað er ársfundur Landsvirkjunar sem átti að fara fram í dag, árshátíð Landspítalans sem átti að vera á morgun og árshátíð fyrirtækja á borð við Össur og Marel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skák Reykjavíkurskákmótið Tengdar fréttir Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26 35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45 Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Ekki slæmar fregnir fyrir heimsbyggðina að kórónuveiran hafi stökkbreyst Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans segir að ný kínversk rannsókn, þar sem varpað var ljósi á stökkbreytingu kórónuveirunnar snemma í útbreiðsluferlinu, hafi ekki grundvallarþýðingu fyrir framvindu veirunnar. 5. mars 2020 11:26
35 tilfelli kórónuveirunnar staðfest Þrítugasta og fimmta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst hér á landi en í dag hafa níu tilfelli greinst. 5. mars 2020 17:45
Fresta árshátíð starfsmanna Marel vegna kórónuveirunnar Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð starfsmanna Marel sem átti að fara fram þann 21. mars næstkomandi. Þetta staðfestir samskiptastjóri fyrirtækisins, Auðbjörg Ólafsdóttir í samtali við Vísi. 5. mars 2020 20:51