Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:07 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður, vaknaði upp við vondan draum. vísir/vilhelm - getty „Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
„Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira