Styttist í verkföll Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 19:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30