Styttist í verkföll Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 19:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30