Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag 18 manna leikmannahóp en fram undan eru leikir í undankeppni EM 2020.
Liðið hefur æfingar hér á landi þann 18. mars. Stelpurnar spila svo heima gegn Tyrkjum þann 25. mars og mæta þeim svo ytra fjórum dögum síðar.
Það eru engir nýliðar í hópnum að þessu sinni heldur reyndir og sterkir leikmenn.
Hópurinn:
Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Fram (28/1)
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (25/0)
Aðrir leikmenn:
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Bourg-de Peage Drome Handball (34/66)
Helena Rut Örvarsdóttir, Sönderjyske (37/77)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Eva Björk Davíðsdóttir, Skuru (36/28)
Thea Imani Sturludóttir, Oppsal 40/54)
Birna Berg Haraldsdóttir, Neckarsulmer (58/118)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Esbjerg (94/191)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (106/309)
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val (22/19)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Arna Sif Pálsdóttir, Val (150/282)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
