Goðamótin á Akureyri munu fara fram Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2020 22:36 Goðamót Þórs er haldið á hverju ári í Boganum á Akureyri. Goðamótið Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þórsarar á Akureyri hafa ákveðið að Goðamótin í knattspyrnu fari fram í Boganum næstu tvær helgar. Krakkar í 5. og 6. flokki í knattspyrnu flykkjast þá norður yfir heiðar þar sem keppt verður í knattspyrnu föstudag, laugardag og sunnudag. Forsvarsmenn Þórs tilkynntu þetta á Facebook-síðu Goðamótanna í kvöld. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samráðsfund Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands og Körfuknattleikssambands Íslands. Fram kom fyrr í dag að samböndin myndu funda með Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem verið hefur í framlínunni hjá almannavörnum vegna kórónuveirunnar. Sextíu og fimm smit hafa greinst hér á landi og talið ljóst að einhvers konar samkomubann verði sett á. Vanda þurfi vel valið þegar slíkt bann verður tímasett.Opinbera afstaða ÍSÍ óbreytt Forsvarsmenn Þórs segja að ákvörðin að halda plönum varðandi mótin óbreyttum sé tekin eftir samráðsfundinn. „Opinber afstaða ÍSÍ kom fram fyrir liðna helgi þar sem m.a. kom fram að ekki væri ástæða til að fresta viðburðum á meðan samkomubann væri ekki í gildi. Þessi afstaða hefur ekki breyst eftir fundi ÍSÍ með sérsamböndum boltaíþróttanna í dag,“ segir í tilkynningu frá Goðamótunum.Til að tryggja hreinlæti ætli mótshaldarar að gera varúðarráðstafanir á meðan á móti stendur. „Til að mynda verða sett upp hlið við innganga Bogans þar sem starfsmenn munu sjá til þess gestir sótthreinsi hendur sínar við komuna. Við beinum einnig þeim tilmælum til forráðamanna að hverju barni fylgi ekki meira en tveir aðstandendur á leikstað.“ Þó verður engum vísað frá sem ætlar að horfa á ættingja sinn eða vin spila.Hleypt inn í húsið í hollum „Mótið verður spila í „hollum“ og munu einvörðungu þau holl sem í gangi eru hverju sinni fá að vera inni í húsinu á meðan þeirra leikir fara fram.“ Þjálfarar eru beðnir um að senda þátttökufjölda fyrir klukkan sex annað kvöld svo hægt verði að endurskipuleggja mótið, komi til þess að einhverjar afboðanir verði. Nettómótið í körfubolta, sem halda átti í Reykjanesbæ síðustu helgi, var blásið af með skömmum fyrirvara. Hins vegar kepptu fjölmargir krakkar á knattspyrnumóti hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Nokkuð var um að félög afboðuðu komu sína á mótið með skömmum fyrirvara.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira