Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:30 Ingó veðurguð var í einlægu viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot/Youtube Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira