Klökkur og með gæsahúð eftir fyrstu hlustun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Söngvarinn Arnar Dór Hannesson gaf í dag út lagið Ég trúi því með hljómsveit sinni Draumar. Hann segist vera gömul sál og að ballöðurnar séu hans heimavöllur. Aðsend mynd „Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
„Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira