Handbolti

Elliði leikur undir stjórn Guðjóns Vals í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elliði hefur gert góða hluti með ÍBV síðustu leiktíðir.
Elliði hefur gert góða hluti með ÍBV síðustu leiktíðir. Vísir/Daníeæ

Handboltamaðurinn úr Vestmannaeyjum, Elliði Snær Viðarsson, hefur yfirgefið Eyjarnar og mun leika í þýsku B-deildinni í vetur.

Eyjapeyinn hefur nefnilega samið við Gummersbach en fyrrum landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tók við stjórnartaumunum hjá Gummersbach í sumar.

„Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Elliði Snær er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar,“ segir í yfirlýsingu frá ÍBV.

Elliði er fæddur og uppalinn í Eyjum en hann kveður Eyjamenn með bikartitli en ÍBV varð bikarmeistari í vor.

Hann var einnig hluti af liði ÍBV sem varð þrefaldur meistari árið 2018 og hefur verið í yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×