Neymar verður ekki refsað og má því spila úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 10:00 Neymar sést hér ber að ofan og með Leipzig-treyjuna sem hann fékk í skiptunum. EPA-EFE/Manu Fernandez Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn