„Hittum ekki úr skotunum okkar“ | Fyrsta skipti síðan 2003 sem bæði toppliðin tapa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 20:30 LeBron þarf aðeins meiri aðstoð frá samherjum sínum ef Lakers ætlar ekki að detta óvænt út gegn Portland. AP/Ashley Landis Ástæðan fyrir óvæntu tapi Los Angeles Lakers gegn Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta var einföld að mati LeBron James. Eftir leik sagði LeBron einfaldlega að Lakers hefði ekki hitt úr skotunum sínum. Sem er eitthvað sem hefur einkennt liðið síðan NBA-deildin fór af stað af nýju. Reyndar hefur skotnýting Lakers ekkert verið frábær í vetur en tónlistarmaðurinn Snoop Dogg birti myndband í desember á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi skotnýtingu ákveðinna leikmanna Lakers á sinn einstaka hátt. Hann lét svo Danny Green, leikmann liðsins, fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir tapið gegn Portland. Leikmenn Lakers virðast bara ekki geta hitt úr opnum skotum á sama tíma og Damian Lillard er að raða niður skotum nánast frá miðju. Dame from DEEP pic.twitter.com/b9qckySZt8— NBA TV (@NBATV) August 19, 2020 Þá virðist sem einangrun í NBA-kúlunni sé farin að ná til sumra leikmanna deildarinnar. „Það er bókstaflega ekkert annað að gera hérna heldur en að spila körfubolta,“ sagði LeBron einnig eftir leik. Þá er vert að minnast á Milwaukee Bucks töpuðu einnig óvænt fyrir Orlando Magic. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2003 sem liðin í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar tapa bæði fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í næsta leik liðanna en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð. Körfubolti NBA Tengdar fréttir LeBron skráði sig í sögubækurnar er Lakers lenti undir gegn Portland Portland Blazers gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði vesturdeildarinnar, LA Lakers, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. 19. ágúst 2020 07:30 Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Komist Los Angels Lakers liðið áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þá munu þeir spila í sérstakri treyju til minningar um Kobe Bryant. 17. ágúst 2020 15:30 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Ástæðan fyrir óvæntu tapi Los Angeles Lakers gegn Portland Trail Blazers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta var einföld að mati LeBron James. Eftir leik sagði LeBron einfaldlega að Lakers hefði ekki hitt úr skotunum sínum. Sem er eitthvað sem hefur einkennt liðið síðan NBA-deildin fór af stað af nýju. Reyndar hefur skotnýting Lakers ekkert verið frábær í vetur en tónlistarmaðurinn Snoop Dogg birti myndband í desember á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi skotnýtingu ákveðinna leikmanna Lakers á sinn einstaka hátt. Hann lét svo Danny Green, leikmann liðsins, fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir tapið gegn Portland. Leikmenn Lakers virðast bara ekki geta hitt úr opnum skotum á sama tíma og Damian Lillard er að raða niður skotum nánast frá miðju. Dame from DEEP pic.twitter.com/b9qckySZt8— NBA TV (@NBATV) August 19, 2020 Þá virðist sem einangrun í NBA-kúlunni sé farin að ná til sumra leikmanna deildarinnar. „Það er bókstaflega ekkert annað að gera hérna heldur en að spila körfubolta,“ sagði LeBron einnig eftir leik. Þá er vert að minnast á Milwaukee Bucks töpuðu einnig óvænt fyrir Orlando Magic. Er þetta í fyrsta skipti síðan 2003 sem liðin í efstu sætum Austur- og Vesturdeildarinnar tapa bæði fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í næsta leik liðanna en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir LeBron skráði sig í sögubækurnar er Lakers lenti undir gegn Portland Portland Blazers gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði vesturdeildarinnar, LA Lakers, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. 19. ágúst 2020 07:30 Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Komist Los Angels Lakers liðið áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þá munu þeir spila í sérstakri treyju til minningar um Kobe Bryant. 17. ágúst 2020 15:30 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
LeBron skráði sig í sögubækurnar er Lakers lenti undir gegn Portland Portland Blazers gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði vesturdeildarinnar, LA Lakers, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. 19. ágúst 2020 07:30
Lakers liðið ætlar að spila í Black Mamba treyju í úrslitakeppni NBA Komist Los Angels Lakers liðið áfram upp úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þá munu þeir spila í sérstakri treyju til minningar um Kobe Bryant. 17. ágúst 2020 15:30
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli