Lífið

Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
GDRN og Logi Pedro eru með áhugaverð stutt myndbönd á síðunni Tónatal.
GDRN og Logi Pedro eru með áhugaverð stutt myndbönd á síðunni Tónatal. Mynd/Tónatal.is

Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði á Spotify og Apple Podcasts, sem er gert í samvinnu við Útvarp 101. Þar ræðir ungt tónlistarfólk við reynslubolta um allt sem það er forvituð um eins og hvernig á að fá útvarpsspilun, gera útgáfusamninga og svo framvegis.

Auk þess eru á síðunni birt löng fræðslumyndbönd og einnig stutt myndbönd eð listamönnunum GDRN og Loga Pedro þar sem þau velta fyrir sér ólíkum þáttum tónlistargeirans. Í þáttunum Snöggeldað ræða þar meðal annars réttindamál, skráningu verka og fleira. Myndböndin eru aðeins tvær mínútur og má sjá eitt þeirra í spilaranum hér fyrir neðan.

„Þeim sem langar að þróa tónlistarferil sinn frekar geta nú fengið aðstoð þar en Tónatal er fræðsluverkefni tónlistarsamfélagsins á Íslandi sem miðar að því að auka þekkingu tónlistarfólks, og annara sem starfa við tónlist, á stuðningsumhverfi sínu og tækifærum.“

Áfallið sem tónlistarsamfélagið varð fyrir vegna Covid-19 varð aflvakinn að Tónatali sem tekur saman mikið af upplýsingum til að sem flestir geti aflað sér fræðslu og aukið skilning sinn á tónlistariðnaðinum.

„Nútíma tónlistarfólk er líklegra en nokkru sinni fyrr að finna sig í tvíþættu hlutverki listamanns og frumkvöðuls. Tónatal fyllir upp í þörfina fyrir aukna þekkingu og kunnáttu í tónlistarbransanum með því að safna saman upplýsingum sem eru miðaðar jafnt að byrjendum sem hafa litla eða enga þekkingu á greininni, til þeirra sem eru lengra komnir og líka reynslumikilla aðila sem eru að leitast við að auka þekkingu sína. Þetta er gert með auðskiljanlegum myndböndum og hlaðvörpum ásamt ýmsu fleira ýtarefni, sem mun hjálpa þeim að öðlast kunnáttuna sem þarf, til þess að þróa feril sinn frekar,“ segir um þetta verkefni.

Skjáskot/Tónatal.is

Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með verkefninu á tonatal.is og skráð sig á póstlistann til að fá tilkynningu þegar nýtt fræðsluefni er birt. Það er líka hægt að vera með í ​Facebook hópnum​ og taka þátt í umræðum þar. Tónatal er samvinnuverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, STEF, SFH og Íslandsstofu.

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn af hlaðvarpinu Bransatal hér fyrir neðan en þættina má finna á síðunni Tónatal og á Spotify og Apple Podcasts.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.